Erlent

Hnífaárásum fjölgar í Lundúnum

MYND/Haraldur Jónasson

Hnífaárásum í Lundúnum hefur fjölgað á ný, eftir að hafa fækkað í kjölfar mikils átaks gegn hnífaburði, í sumar. Bannað er að bera hnífa í Bretlandi og á meðan á átakinu stóð var yfir eitthundrað þúsund hnífum skilað inn til lögreglunnar, víðsvegar um landið.

Nú hefur hinsvegar aftur sigið á ógæfuhliðina. Fytrir átakið voru daglega skráð þrjátíu og fimm afbrot þar sem hnífar komu við sögu, í Lundúnum. Þeim fækkaði meðan á átakinu stóð en eru nú komin upp í þrátíu og fjögur, á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×