Innlent

Sáttaumleitanir meðal frjálslyndra

Sáttaumleitan er í gangi innan forystu Frjálslynda flokksins en talsvert orðaskak hefur orðið í kjölfar uppsagnar Margrétar Sverrisdóttur úr stóli framkvæmdastjóra.

Þingmenn flokksins, þeir Guðjón Arnar Kristjánsson og Magnús Þór Hafsteinsson, hittust í gærkvöld og varð að ráði að leita sátta. Margrét sagði í samtali við Stöð 2 í morgun að hún myndi hitta fulltrúa úr miðstjórn flokksins í dag. Hún vildi það eitt segja um fundarefnið að farið yrði yfir stöðu mála og meðal annars tekið fyrir hvert yrði framtíðarhlutverk hennar í forystusveit flokksins. Miðstjórnarfundur Frjálslynda flokksins hefur verið boðaður næsta miðvikudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×