Erlent

Af hverju ljúga hjólreiðamenn að löggunni ?

Eftir einn hjóli ei neinn.
Eftir einn hjóli ei neinn.

Þýskur hjólreiðamaður hefur viðurkennt, fyrir lögreglunni, að hann hafi logið þegar hann sagði að sex unglingar hefðu ráðist á sig, og veitt sér áverka. Maðurinn kvaðst hafa barist á móti og tekist að hrekja árásarmennina á flótta. Þeir hefðu hlaupið í gegnum limgerði og horfið.

Grunsemdir lögreglunnar vöknuðu þegar í ljós kom að á bak við limgerðið var há netgirðing. Þeir gengu á manninn sem viðurkenndi að hann hefði verið á heimleið, drukkinn á reiðhjólinu sínu. Hann hefði hjólað á ljósastaur og meitt sig. Og ástæðan fyrir sögunni um árásina; hann þorði ekki að segja konunni sinni sannleikann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×