Viðskipti innlent

Jöklabréf halda uppi gengi krónunnar

Mikil styrking krónunnar á seinni hluta síðasta árs og auknar gengissveiflur á þessu ári hafa verið settar í samband við útgáfur jöklabréfa.  Greiningardeild Landsbankans segir jöklabréfaútgáfuna hafa skilað verulega neikvæðri ávöxtun það sem af er árs.

Deildin segir sambærileg bréf vera gefin út í ýmsum hávaxtamyntum svo sem nýsjálenskum dal og tyrkneskri líru og drifin áfram af miklum vaxtamun, þ.e. háum vöxtum þessara gjaldmiðla samanborið við til dæmis dollarann eða evru. Engin spurning sé að stýrivaxtahækkanir Seðlabankans og mikil lánsfjáreftirspurn voru helsta ástæða þess að jöklabréfaútgáfan hófst.

Sjá nánar í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans






Fleiri fréttir

Sjá meira


×