Körfubolti

Iverson vill fara frá Philadelphia

Allen Iverson hafði haldið því fram að hann færi aldrei frá Philadelphia, en það er skiljanlegt að hann sé orðinn þreyttur á að spila fyrir félag sem hefur gert í buxurnar í leikmannamálum
Allen Iverson hafði haldið því fram að hann færi aldrei frá Philadelphia, en það er skiljanlegt að hann sé orðinn þreyttur á að spila fyrir félag sem hefur gert í buxurnar í leikmannamálum NordicPhotos/GettyImages

Skorunarmaskínan Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers í NBA virðist nú loksins vera búinn að fá nóg af því að tapa og nú hafa þær fréttir lekið út í fjölmiðla að Iverson hafi formlega farið fram á það við forseta félagsins að fá að fara frá félaginu.

Iverson hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar undanfarin ár og skorar jafnan um 30 stig að meðaltali í leik. Lið Philadelphia hefur hinsvegar verið með með brækurnar á hælunum undanfarin ár og því skal engan undra að Iverson sé búinn að fá nóg.

Því er jafnframt haldið fram að hálfgerð útsala gæti orðið á leikmönnum Philadelphia á næstu mánuðum, en leikmenn á borð við Chris Webber eru þar á himinháum launum en árangurinn á vellinum er engan veginn í takt við launagreiðslurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×