Enski boltinn

Pearce samur við sig

Stuart Pearce sættir sig ekki við leikaraskap sinna manna
Stuart Pearce sættir sig ekki við leikaraskap sinna manna NordicPhotos/GettyImages

Stuart Pearce, stjóri Manchester City, er ekki vanur að skafa af hlutunum og það gerði hann heldur ekki í dag þegar hann var spurður út í brottrekstur framherjans Bernardo Corradi fyrir leikaraskap á lokamínútum leiksins gegn Manchester United.

"Bernardo lét sig detta í algjörum óþarfa og ég hef ekkert við það að athuga að hann hafi verið rekinn af velli. Ég er ekki eins og hinir 19 knattspyrnustjórarnir í deildinni sem spilla upp einhverja bölvaða vitleysu þegar leikmenn þeirra standa á brauðfótum. Ég mun tala vandlega við hann í vikunni og vonandi stendur hann í lappirnar eftir það," sagði Pearce.

Annars eru góð tíðindi af þeim Nicky Weaver og Micah Richards hjá City, en þó þeir hafi báðir meiðst í leiknum gegn United í dag - eru þeir ekki alvarlega meiddir eins og óttast var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×