Kaupþing spáir hærri stýrivöxtum 11. desember 2006 17:11 Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta. Greiningardeildin segir í Hálffimm fréttum sínum í dag að vitanlega séu margar af þessum fjárfestingum til þjóðþrifa. „Baráttan við verðbólguna er enn í algleymingi - verðbólga er um 7%, nafnlaun hafa hækkað um 11% á síðustu 12 mánuðum og atvinnuleysi er 1%. Vitanlega ætti ríkissjóður að auka útgjöld eða lækka skatta í niðursveiflum, til þess að fylla í það skarð sem minni einkaneysla eða fjárfesting skilur eftir sig. En sá tími virðist ekki vera kominn - ekki ennþá. Við núverandi aðstæður er því líklegast að hin mikla slökun ríkisfjármálastefnunnar sem felst í þessum fjárlögum muni kalla á 50 punkta vaxtahækkun af hálfu Seðlabankans þann 21. desember. 50 punkta vaxtahækkun," segir greiningardeildin. Deildin bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun stýrivaxta á þessum punkti í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Þá séu takmörk fyrir því hvernig hægt sé að bregðast við aðhaldsleysi í ríkisfjármálum með hækkun vaxta því áhrif þessara stjórntækja á atvinnulífið er ekki þau sömu. Útþenslusöm ríkisfjármálsstefna og aðhaldssöm peningamálastefna geta haft í för með sér töluverð ruðningsáhrif fyrir einkageirann, segir deildin. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta. Greiningardeildin segir í Hálffimm fréttum sínum í dag að vitanlega séu margar af þessum fjárfestingum til þjóðþrifa. „Baráttan við verðbólguna er enn í algleymingi - verðbólga er um 7%, nafnlaun hafa hækkað um 11% á síðustu 12 mánuðum og atvinnuleysi er 1%. Vitanlega ætti ríkissjóður að auka útgjöld eða lækka skatta í niðursveiflum, til þess að fylla í það skarð sem minni einkaneysla eða fjárfesting skilur eftir sig. En sá tími virðist ekki vera kominn - ekki ennþá. Við núverandi aðstæður er því líklegast að hin mikla slökun ríkisfjármálastefnunnar sem felst í þessum fjárlögum muni kalla á 50 punkta vaxtahækkun af hálfu Seðlabankans þann 21. desember. 50 punkta vaxtahækkun," segir greiningardeildin. Deildin bendir hins vegar á að töluverð áhætta fylgi frekari hækkun stýrivaxta á þessum punkti í hagsveiflunni og líklegt að helstu áhrif hækkunar nú muni koma fram þegar hagkerfið verður komið í niðursveiflu. Þá séu takmörk fyrir því hvernig hægt sé að bregðast við aðhaldsleysi í ríkisfjármálum með hækkun vaxta því áhrif þessara stjórntækja á atvinnulífið er ekki þau sömu. Útþenslusöm ríkisfjármálsstefna og aðhaldssöm peningamálastefna geta haft í för með sér töluverð ruðningsáhrif fyrir einkageirann, segir deildin.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira