Erlent

Ísrael er kjarnorkuveldi -Ehud Olmert

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, missti það út úr sér viðtali við þýska sjónvarpsstöð, að Ísrael væri kjarnorkuveldi. Í viðtalinu, sem fór fram á ensku, sagði Olmert: "Íran hefur opinberlega hótað því að þurrka Ísrael út af landakortinu. Finnst þér þetta sambærilegt, þegar þeir eru að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum, við Bandaríkin, Frakkland, Ísrael og Rússland ?"

Talið er víst að Ísraelar eigi kjarnorkuvopn, og meira að segja verið komnir á fremsta hlunn með að beita þeim, þegar þeir áttu í vök að verjast í Yom Kippur stríðinu árið 1973. Ísraelar hafa hinsvegar hvorki viljað játa þessu né neita.

Þetta hefur farið illa í Arabaríkin og Íran, sem saka Bandaríkin um tvískinnung í þessum málum, í Miðausturlöndum. Með því að viðurkenna ekki að vera kjarnorkuveldi komast íranar framhjá bandarísku banni við því að veita efnahags- og hernaðaraðstoð til landa sem eiga þátt í útbreiðslu gereyðingarvopna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×