Innlent

Undirrita viljayfirýsingu um sjálvirka neyðarhringingu úr bílum

Undir yfirlýsinguna skrifuðu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Friðgeir Jónsson, framkvæmdastjóri ND á Íslandi, og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.
Undir yfirlýsinguna skrifuðu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, Friðgeir Jónsson, framkvæmdastjóri ND á Íslandi, og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar.

Samgönguráðuneytið, ND á Íslandi ehf. og Neyðarlínan hafa undirritað viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að því að hérlendis verði unnt að taka upp sjálfvirka hringingu úr bílum í Neyðarlínuna ef slys verður og þróa notkun Saga-hugbúnaðarkerfisins vegna innheimtu veggjalda og eftirlits með hvíldarákvæðum í umferðarlögum.

Fram kemur í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu að unnið hafi verið að verkefninu á vegum ESB undanfarin ár en þar gengur það undir nafninu e-Call eða neyðarhringing. Með slíku símtali fá viðbragðsaðilar strax upplýsingar um staðsetningu slyss og geta þannig hugsanlega dregið stórlega úr afleiðingum slysa og jafnvel bjargað mannslífum.

ESB vinnur að því að aðildarríkin skrifi undir viljayfirlýsingu um þátttöku í verkefninu og jafnframt er leitað samstarfs við bílaframleiðendur um vera við því búnir að taka upp viðkomandi tækni eigi síðar en árið 2010. Þegar hafa nokkur lönd skrifað undir viljayfirlýsinguna og ráðgerir samgönguráðherra að undirrita hana í þessari viku.

Í viljayfirlýsingu samgönguráðuneytis, ND á Íslandi og Neyðarlínunnar segir að aðilarnir séu sammála um að skipa verkefnastjórn í byrjun næsta árs. Hlutverk hennar sé að setja fram verk- og kostnaðaráætlun um næstu skref og halda undirbúningi áfram í samræmi við viljayfirlýsinguna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×