Erlent

Tony Blair í yfirheyrslu hjá Scotland Yard

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. MYND/AP

Breska lögreglan Scotland Yard hefur yfirheyrt Tony Blair, forsætisráðherra, við rannsókn á hneykslismáli sem snýst um mútugreiðslur fyrir aðalstitla. Talsmaður Blairs segir að hann hafi verið kallaður sem vitni, en ekki haft réttarstöðu sakbornings.

Hefðin er sú að forsætisráðherra Bretlands leggur fyrir drottninguna nöfn manna sem talið er að heiðra beri vegna einhverra verka. Sá heiður getur verið margvíslegur, allt frá einhverjum orðum, eins og MBA og upp í riddaratign og aðalstitla. Forsætisráðherrann tekur við ábendingum úr ýmsum áttum, meðal annars frá stjórnmálaflokkum.

Lögreglan er nú að rannsaka hvort einhverjir flokkar hafi lofað mönnum opinberum heiðri í staðinn fyrir lán eða annan fjárhagslegan stuðning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×