Enski boltinn

Ekkert pláss fyrir gamlar hetjur á lista Ferguson

Ruud Van Nistelrooy ratar ekki inn á lista Alex Ferguson
Ruud Van Nistelrooy ratar ekki inn á lista Alex Ferguson NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur talið upp þá fimm leikmenn sem sér þykja hafa skarað framúr í stjórnartíð sinni hjá United í doðrantinum Manchester United Opus, þar sem saga félagsins er rakin. Leikmenn eins og David Beckham, Bryan Robson og Ruud Van Nistelrooy eru ekki á þessum lista.

"Ég hef notið þess í stjórnartíð minni að geta teflt fram nokkrum leikmönnum sem hafa verið í algjörum heimsklassa. Peter Schmeichel er sannarlega einn þeirra og það er Ryan Giggs klárlega líka. Eric Cantona hefði getað orðið enn betri, en það var svo erfitt að hemja hann. Wayne Rooney er sá fjórði og svo Roy Keane.

Christiano Ronaldo hefur alla burði tilað koma sér á þennan lista. Hann spilar erfiðustu stöðuna á vellinum sem er á vængnum, en hann þreytist aldrei á að taka andstæðinga sína á og sækja. Svo myndi maður vilja hafa Paul Scholes á þessum lista líka, því hann er snjallasti miðjumaður sem við höfum átt," sagði Ferguson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×