Erlent

Forsætisráðherrann fær ekki að hafa með sér peninga

Ismail Haniyev, forsætisráðherra Palesstínumanna
Ismail Haniyev, forsætisráðherra Palesstínumanna MYND/AP

Ísraelar ætla ekki að hleypa Ismail Haniyev, forsætisráðherra Palestínumanna, aftur inn í landið, með milljarða króna fjárhagsaðstoð sem hann hefur safnað erlendis, á undanförnum vikum. Til að hindra endurkomu hans hafa þeir lokað Rafha landamærastöðinni á landamærum Gaza og Egyptalands.

Ísraelar, Bandaríkjamenn og ríki Evrópusambandsins líta á Hamas sem hryðjuverkasamtök, og Haniyeh er fulltrúi þeirra í palestinsku ríkisstjórninni. Bandaríkin og Evrópusambandið hættu efnahagsstuðningi við Palestínumenn þegar Hamas komst til valda og Ísraelar hættu að greiða þeim skatta sem þeir innheimta fyrir þá.

Samkvæmt ísraelskum lögum er bannað að láta hryðjuverkasamtökum fé í hendur og það er á grundvelli þeirra laga sem Ísraelar ætla að hindra að Haniyeh komi með peningana inn í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×