Erlent

Kona nýr neytendaráðherra Danmerkur

Carina Christensen, fjölskyldu- og neytendaráðherra Danmerkur
Carina Christensen, fjölskyldu- og neytendaráðherra Danmerkur MYND/NYHEDSAVISEN

Nýr ráðherra fjölskyldu- og neytendamála, í Danmörku, verður hin 34 ára gamla Carin Christensen, sem kemur úr röðum íhaldsmanna. Christensen er sögð í miklu uppáhaldi hjá flokksforystunni, og eiga góðan frama fyrir sér í stjórnmálum.

Carina Christensen er hagfræðingur og framkvæmdastjóri húsgagnaverksmiðju í Middelfart. Hún mun í dag ganga á fund Margrétar Þórhildar drottningar, sem leggur blessun yfir skipan hennar í embætti. Fyrirrennari hennar var Lars Barfoed, sem sagði af sér vegna mikillar gagnrýni sem hann hlaut fyrir að taka ekki hreinlætismál í matvælaframleiðslu nógu föstum tökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×