Erlent

Í værum svefni

Breskur kaupsýslumaður hefur verið dæmdur til 180 klukkustunda samfélagsþjónustu og til að greiða sjötíu og fimm þúsund króna sekt fyrir að tefja lestarsamgöngur í grennd við borgina Epsom í suðurhluta landsins.

Kevin Crasswell var að koma af kránni, hvar hann hafði hellt ótæplega í sig af vodka. Vodkinn sagði til sín á heimleiðinni og Craswell lagðist til svefns. Hann notaði járnbrautarteina fyrir kodda. Lestarstjóri í lest á samhliða teinum sá Craswell og lét lögregluna vita. Craswell vaknaði hvorki við lestarnar sem keyrðu framhjá, nokkra metra frá höfði hans, né lögregluþyrluna sem kom og sótti hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×