Innlent

Gert ráð fyrir 300 milljóna króna afgangi hjá Akureyrarbæ

Akueyrarbær gerir ráð fyrir tæplega 300 milljóna króna rekstrarafgangi á næsta á samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum. Síðari umræða um fjárhagsáætluna verður á bæjarstjórnarfundi í dag og fram kemur í tilkynningu frá bænum að heildartekjur bæjarins verði tæpir 12,2 milljarðar króna en heildargjöld tæplega 11,9 milljarðar.

Þar segir einnig að gert sé ráð fyrir miklum fjárfestingum í grunngerð samfélagsins og er það í samræmi við málefnasamning meirihlutaflokkanna. Samkvæmt framkvæmdayfirliti verður 680 milljónum varið í framkvæmdir við menningarhús og 313 milljónum varið til framkvæmda í æskulýðs- og íþróttamálum, þar af fara 213 milljónir til byggingar fjölnotahúss í Hrísey.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×