Dauðadómur í Líbíu 19. desember 2006 19:15 Dómstóll í Líbíu hefur dæmt fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða fyrir að myrða rúmlega fjögur hundruð líbönsk börn. Þeim er gefið að sök að hafa sýkt börnin viljandi með HIV-vírusnum sem veldur alnæmi. Hjúkrunarkonurnar og læknirinn hófu störf í bænum Benghazi árið 1998. Ári síðar voru þau ákærð fyrir að hafa viljandi smitað fjögur hundruð tuttugu og sex börn. Síðan málið var tekið til meðferðar hafa fimmtíu og tvö þeirra látist. Fólkið var sakfellt og dæmd til dauða árið 2004, en sá dómur var kærður til hæstaréttar sem ógilti hann á þeim forsendum að málsmeðferð hefði verið ábótavant. Málið var þá tekið fyrir á ný og nú liggur dómur undirréttar fyrir. Honum verður áfrýjað. Verjendur segja HIV veiruna hafa skotið sér niður á sjúkrahúsinu áður en ákærðu hafi komið til starfa þar. Þau drógu upphaflegar játningar til baka og sögðust hafa verið pyntuð. Ashraf al-Hazouz, einn sakborninga, segir ekki hægt að trúa því sem fram komi í líbískum fjölmiðlum. Allt sem hafi komið fram við réttarhöldin sé lygi. Logið sé til um að þau tengist málinu og ekki byggt á læknisfræðilegum rökum eða lagalegum. Evrópuríki, Bandaríkin og alþjóðleg mannréttindasamtök segja hjúkrunarkonurnar og lækninn blórabögla. Ekki sé tekið á hreinlætismálum í sjúkrahúsum í Líbíu. Ættingjar barnanna fögnuðu þegar dómurinn lá fyrir í morgun. Ibrahim Mohammed al-Aurabi, faðir eins barnsins, segir þetta dóm fyrir alla frjálsa Líbíumenn. Dómurinn gleðji alla landa sína. Hann sagði þetta sigur fyrir líbískt réttarkerfi og blessun frá Guði. Líbísk stjórnvöld hafa farið fram á það að ættingjum hvers barns verði greiddar jafnvirði rúmlega níu hundruð milljónum íslenskra króna í bætur. Þá yrði dómurinn mildaður. Þessu tilboði hefur verið hafnað. Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Dómstóll í Líbíu hefur dæmt fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða fyrir að myrða rúmlega fjögur hundruð líbönsk börn. Þeim er gefið að sök að hafa sýkt börnin viljandi með HIV-vírusnum sem veldur alnæmi. Hjúkrunarkonurnar og læknirinn hófu störf í bænum Benghazi árið 1998. Ári síðar voru þau ákærð fyrir að hafa viljandi smitað fjögur hundruð tuttugu og sex börn. Síðan málið var tekið til meðferðar hafa fimmtíu og tvö þeirra látist. Fólkið var sakfellt og dæmd til dauða árið 2004, en sá dómur var kærður til hæstaréttar sem ógilti hann á þeim forsendum að málsmeðferð hefði verið ábótavant. Málið var þá tekið fyrir á ný og nú liggur dómur undirréttar fyrir. Honum verður áfrýjað. Verjendur segja HIV veiruna hafa skotið sér niður á sjúkrahúsinu áður en ákærðu hafi komið til starfa þar. Þau drógu upphaflegar játningar til baka og sögðust hafa verið pyntuð. Ashraf al-Hazouz, einn sakborninga, segir ekki hægt að trúa því sem fram komi í líbískum fjölmiðlum. Allt sem hafi komið fram við réttarhöldin sé lygi. Logið sé til um að þau tengist málinu og ekki byggt á læknisfræðilegum rökum eða lagalegum. Evrópuríki, Bandaríkin og alþjóðleg mannréttindasamtök segja hjúkrunarkonurnar og lækninn blórabögla. Ekki sé tekið á hreinlætismálum í sjúkrahúsum í Líbíu. Ættingjar barnanna fögnuðu þegar dómurinn lá fyrir í morgun. Ibrahim Mohammed al-Aurabi, faðir eins barnsins, segir þetta dóm fyrir alla frjálsa Líbíumenn. Dómurinn gleðji alla landa sína. Hann sagði þetta sigur fyrir líbískt réttarkerfi og blessun frá Guði. Líbísk stjórnvöld hafa farið fram á það að ættingjum hvers barns verði greiddar jafnvirði rúmlega níu hundruð milljónum íslenskra króna í bætur. Þá yrði dómurinn mildaður. Þessu tilboði hefur verið hafnað.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira