Körfubolti

Chicago - LA Lakers í beinni í nótt

Kobe Bryant og félagar mæta Chicago í kvöld
Kobe Bryant og félagar mæta Chicago í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Leikur Chicago Bulls og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt. Þetta verður væntanlega hörkuleikur milli þessara gömlu stórliða, en bæði lið hafa verið á ágætu róli undanfarið.

Leikurinn í kvöld er sá fyrsti á sex leikja ferðalagi Lakers á næstu dögum, en liðið hefur aðeins spilað 7 af 24 leikjum sínum á útivelli til þessa í deildinni og hefur liðið unnið 3 af þeim. Liðið tapaði síðasta leik sínum einmitt á heimavelli gegn Washington á dögunum, þar sem 45 stig Kobe Bryant dugðu skammt gegn 60 stigum Gilbert Arenas.

Chicago hefur unnið fjóra leiki í röð og virðist búið að finna taktinn eftir skelfilega byrjun í haust, þar sem liðinu gekk illa á löngu keppnisferðalagi sínu. Segja má að frábær frammistaða Ben Wallace í síðustu leikjum hafi hjálpað liðinu mikið, en hann er óðum að finna sitt gamla form og er t.a.m. með 17 fráköst að meðaltali í síðustu fimm leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×