Erlent

Ísraelar íhuga að borga Abbas

Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna. MYND/AP

Ísraelar eru að íhuga að greiða Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, tugi milljóna dollara af sköttum sem þeir hafa innheimt fyrir heimastjórnina, en haldið eftir síðan Hamas myndaði ríkisstjórn undir forystu Ismails Hainyehs.

Það myndi auðvelda Abbas baráttuna í kosningunum sem hann hefur boðað til, gegn vilja Hamas. Peningarnir myndu meðal annars gera Abbas kleift að borga opinberum starfsmönnum laun sem þeir hafa ekki fengið frá því Hamas komst til valda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×