Viðskipti innlent

Tillaga um stofnun móðurfélags innan Símastæðunnar

Stjórn Símans hf. hefur samþykkt að leggja fram tillögu um stofnun sérstaks móðurfélags innan Símasamstæðunnar Skipti hf. á hluthafafundi í mars á næsta ári. Gert er ráð fyrir að móðurfélagið verði skráð á markað fyrir árslok 2007. 

Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands segir, að skipting Símans hf. sé liður í skipulagsbreytingu í samstæðu Símans hf. sem gengur út á að hver rekstareining verði rekin sem sér dótturfyrirtæki og þau verði síðan öll í eigu eins móðurfélags, eignarhaldsfélags, sem ekki mun hafa annan rekstur með höndum en þeim sem fylgir eignarhaldi á öðrum félögum og að koma fram fyrir samstæðuna sem samnefnari.

<a href="http://news.icex.is/newsservice/MMIcexNSWeb.dll/newspagepf?language=is&pagetype=&primarylanguagecode=is&newsnumber=36301">Tilkynning frá Kauphöll Íslands</a> 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×