Innlent

Stýrivextir hafa sjaldan verið hærri

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í dag um 0.25 prósent og hafa stýrivextir sjaldan verið hærri, en þeir eru nú 14.25 prósent. Þetta er sjöunda vaxtahækkun Seðlabankans á þessu ári og telur greiningardeild KB Banka ekki hafa verið ástæðu fyrir hækkuninni í dag.

Peningalegt aðhald er enn ekki orðið nægilegt til að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist á næstu tveimur árum, en það er háð því að gengi krónunnar haldist sterkt. Verðbólga er enn langt yfir markmiði bankans. Þetta sagði Davíð Oddsson seðlabankastjóri í dag þegar hann skýrði ástæður hækkunarinnar. Innlend eftirspurn hefur vaxið og gert er ráð fyrir að einkeneysla vaxi hraðar á yfirstandandi ársfjórðungi. Gríðarleg og aukin spenna er á vinnumarkaði og viðskiptahallinn sló enn eitt metið og stefnir í frekari halla en spáð var í nóvember.

Þóra Helgadóttir hagfræðingur hjá KB banka er ósammála hækkuninni og telur að ekki hafi verið þörf á henni nú, þar sem dregið hafi úr hagvexti og verðbólguþrýstingur sé lítill. Hún telur fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar ekki hafa stutt við stefnu Seðlabankans þar sem fjárlögin séu þensluhvetjandi og ekki nægilegt samspil milli peningamálastefnu go fjármálastefnu.

Davíð Oddsson Seðlabankastjóri viðurkennir að aðhaldssamari fjárlög hefðu hjálpað.

Næsta vaxtaákvörðun Seðlabankans verður birt 8. febrúar næstkomandi.i.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×