Erlent

Harðar deilur um líknardráp á Ítalíu

Ítalskur læknir segist hafa slökkt á öndunarvél dauðvona sjúklings síns, til þess að binda enda á þjáningar hans. Sjúklingurinn hafði tapað máli sem hann höfðaði til þess að fá að deyja. Ættingjar og vinir mannsins voru viðstaddir þegar slökkt var á öndunarvélinni.

Líknardráp er bannað á Ítalíu og læknirinn gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fanagelsi. Hann segist ekki líta á gjörðir sínar sem líknardráp, heldur hafi sjúklingur verið að neita meðferð. Ítalskur þingmaður hefur þegar krafist þess að læknirinn verði handtekinn, og er búist við að þetta verði mikið hitamál í landinu á næstu vikum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×