Erlent

Laus úr fangelsi eftir afneitun helfararinnar

David Irving sat í rúmlega 400 daga í austurrísku fangelsi.
David Irving sat í rúmlega 400 daga í austurrísku fangelsi. MYND/AP

Breski rithöfundurinn David Irving kom aftur til Englands í gær, eftir að honum var sleppt fyrr út úr þriggja ára fangavist í Austurríki, fyrir að hafa neitað helförinni. Hæstiréttur Austurríkis breytti fangelsisdómi Irvings á þann veg að tveir þriðju hlutar hans eru skilorðsbundnir. Irving er hins vegar framvegis bannað að koma til Austurríkis en hann sagði blaðamönnum í gær að hann hygðist áfrýja þeim úrskurði. Afneitun helfararinnar er ekki léttvæg fundin í Austurríki, þar getur slíkt varðað allt að 10 ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×