Erlent

Rauði krossinn krefst lausnar starfsmanna

Hátt á annan tug starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða hálfmánans í Írak var numinn á brott frá einni af skrifstofum félagsins í Bagdad, síðastliðinn sunnudag. Nokkrum hefur þegar verið sleppt en margir eru enn í haldi. Rauði kross Íslands sameinast alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í að krefjast þess að þeir verði leystir skilyrðislaust úr haldi nú þegar.

Í yfirlýsingu frá Rauða krossinum segir að starfsmenn hans og sjálfboðaliðar eigi rétt á algjörri vernd samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum og verðskuldi virðingu og stuðning vegna vinnu sinnar í þágu þeirra Íraka sem nauðsynlega þurfa á aðstoð að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×