Erlent

Byssukúla í hausnum

Joshua Bush sem er með byssukúlu fasta í enninu.
Joshua Bush sem er með byssukúlu fasta í enninu. MYND/AP

Bandarísk yfirvöld hafa gefið út leitarheimild til þess að finna mikilvæga vísbendingu í morðmáli einu. En sönnunargagnið sem leitað er að er byssukúla sem föst er í enni hins grunaða.

Lögfræðingar Joshua Bush, en það er táningurinn sem berst fyrir því að halda byssukúlunni í hausnum á sér, segja að með því að neyða hann til þess að gangast undir aðgerð sé verið að brjóta á mannréttindum hans. Lögregla segir hinsvegar að byssukúlan sé það sönnunargagn sem muni verða til þess að hann verði sakfelldur fyrir morðtilraun.

Mun Bush hafa reynt að stela bíl af bílasölu og lent í átökum við eigandann og upphófst þá skothríð á milli þeirra tveggja. Eigandi bílasölunnar, sem keppir í skotfimi, segist hafa skotið í sjálfsvörn og ætlað að drepa táninginn og að hann hreinlega trúi ekki hvernig honum hafi tekist að hitta táninginn ekki í hausinn af svo stuttu færi.

Bush segist hins vegar hafa verið liggjandi uppi í sófa heima hjá sér þegar kúlan kom inn um gluggann og festist í enninu á honum.

Fréttavefur BBC skýrir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×