Hættir öllu samstarfi 26. desember 2006 12:00 Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. Yfir eitt þúsund breskir hermenn tóku þátt í þessum óvenjulegu aðgerðum í Basra á mánudaginn en þá var sú deild lögreglunnar sem fer með rannsókn alvarlegra glæpa leyst upp, 127 fangar í hennar haldi frelsaðir og höfuðstöðvar hennar loks sprengdar í loft upp. Að sögn yfirmanns hersveitanna hafi þetta verið gert eftir að áreiðanlegar vísbendingar bárust um að lögreglumenn hygðust þá og þegar taka fangana af lífi. Hann bætti því svo við að stjórnmál svæðisins væru oft flókin en aðgerðirnar hefðu verið með vitund og vilja héraðstjórnarinnar í Basra og írösku ríkisstjórnarinnar. Þremur dögum fyrir áhlaupið höfðu Bretarnir handtekið nokkra lögreglumenn vegna gruns um spillingu og morð. Fangarnir sem frelsaðir voru í gær eru sagðir bera merki um pyntingar. Sjö lögreglumenn létu lífið í áhlaupinu og segja borgaryfirvöld það hafa verið með öllu ólöglegt. Róstusamt hefur verið venju samkvæmt í Írak í morgun en í það minnsta fimmtán manns létu lífið í röð bílsprengjuárása á markaðstorgi í höfuðborginni Bagdad. Yfir sextíu manns slösuðust, þorri þeirra saklausir borgarar. Fyrr um morgunin dóu þrír bandarískir hermenn í sprengjuárásum skammt utan við Bagdad. Bandarískir fjölmiðlar hafa bent á það í dag að jafn margir hermenn hafa fallið í Írak frá því að innrásin var þar gerð vorið 2003 og létu lífið í árásirnar á tvíburaturnana í New York 11. september 2001, eða 2.973. Ein af ástæðum innrásarinnar voru meint tengsl ríkisstjórnar Saddams Hussein og al-Kaída hryðjuverkanetsins sem talin eru hafa staðið á bak við hryðjuverkin. Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Yfirvöld í írösku hafnarborginni Basra eru hætt samstarfi við breskar hersveitir eftir að hermenn leystu upp rannsóknardeild lögreglunnar í borginni og eyðilögðu höfuðstöðvar hennar. Vel á annan tug manna lét lífið í bílsprengjuárásum í Bagdad í morgun. Yfir eitt þúsund breskir hermenn tóku þátt í þessum óvenjulegu aðgerðum í Basra á mánudaginn en þá var sú deild lögreglunnar sem fer með rannsókn alvarlegra glæpa leyst upp, 127 fangar í hennar haldi frelsaðir og höfuðstöðvar hennar loks sprengdar í loft upp. Að sögn yfirmanns hersveitanna hafi þetta verið gert eftir að áreiðanlegar vísbendingar bárust um að lögreglumenn hygðust þá og þegar taka fangana af lífi. Hann bætti því svo við að stjórnmál svæðisins væru oft flókin en aðgerðirnar hefðu verið með vitund og vilja héraðstjórnarinnar í Basra og írösku ríkisstjórnarinnar. Þremur dögum fyrir áhlaupið höfðu Bretarnir handtekið nokkra lögreglumenn vegna gruns um spillingu og morð. Fangarnir sem frelsaðir voru í gær eru sagðir bera merki um pyntingar. Sjö lögreglumenn létu lífið í áhlaupinu og segja borgaryfirvöld það hafa verið með öllu ólöglegt. Róstusamt hefur verið venju samkvæmt í Írak í morgun en í það minnsta fimmtán manns létu lífið í röð bílsprengjuárása á markaðstorgi í höfuðborginni Bagdad. Yfir sextíu manns slösuðust, þorri þeirra saklausir borgarar. Fyrr um morgunin dóu þrír bandarískir hermenn í sprengjuárásum skammt utan við Bagdad. Bandarískir fjölmiðlar hafa bent á það í dag að jafn margir hermenn hafa fallið í Írak frá því að innrásin var þar gerð vorið 2003 og létu lífið í árásirnar á tvíburaturnana í New York 11. september 2001, eða 2.973. Ein af ástæðum innrásarinnar voru meint tengsl ríkisstjórnar Saddams Hussein og al-Kaída hryðjuverkanetsins sem talin eru hafa staðið á bak við hryðjuverkin.
Erlent Fréttir Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira