Erlent

Flóðbylgjan varð meters há

Flóðbylgjan sem átti að skella á ströndum Filippseyja vegna jarðskjálftanna tveggja sem áttu sér stað suður af Taívan lét ekki á sér kræla. Japanska jarðmælingastofan hafði látið eftir sér hafa að búist væri við meters hárri flóðbylgju. Ekkert hættuástand er því vegna flóðbylgjunnar.

Sex manns festust hins vegar inni í byggingu í Taívan en yfirvöld höfðu ekki heyrt af miklu tjóni á eignum eða meiðslum á fólki. Íbúar svæðanna fagna þessu eflaust því fyrir tveimur árum síðan skall flóðbylgja á Indónesíu og lagði stór svæði í eyði og talið er að nærri 200.000 manns hafi farist í þeim náttúruhamförum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×