Erlent

Fresta fæðingum til 1. janúar 2007

Spurning hvenær þessi á að eiga?
Spurning hvenær þessi á að eiga? MYND/Vísir

Tilvonandi mæður í þýskalandi gera nú allt sem þær geta til þess að fresta fæðingu barna sinna til 1. janúar. Ástæðan fyrir þessu undarlega æði er að vegna sílækkandi fæðingartíðni í þýskalandi hafa þýsk stjórnvöld ákveðið að greiða fólki 2/3 af launum þeirra eftir skatta í allt að fjórtán mánuði en aðeins ef barn þeirra fæðist á eða eftir 1. janúar 2007.

Því hafa sjúkrahús og fæðingardeildir í þýskalandi kallað út allt starfslið og meira til til þess að vera undibúin fyrir hvað sem er þann 1. janúar næstkomandi. Þýsk stjórnvöld ákváðu að setja þessi lög til þess að veit ungu fólki sem vinna bæði þann kost á að geta haft efni á því að eignast börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×