Viðskipti innlent

FL Group kaupir í móðurfélagi American Airlines

MYND/GVA

FL Group tilkynnti í dag að það hefði keypt 5,98% hlut í AMR sem er móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Airlines. Sagði í tilkynningunni að þeir hefðu stefnt að þessu í talsverðan tíma og hefðu eytt um 400 milljónum dollara í það, eða um 29 milljörðum íslenskra króna.

„Við höfum fulla trú á því að AMR sé vel staðsett til þess að geta nýtt sér það viðskiptaumhverfi sem AMR er í um þessar mundir," sagði Hannes Smárason í tölvupósti sem barst með tilkynningunni.

„Jafnvægið í framboði og eftirspurn hefur batnað mikið á undanförnum árum og fyrirtækið hefur eina mestu möguleika í þessum geira til þess að nýta sér það sem og að auka aðrar tekjur." sagði Hannes ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×