Innlent

Rússneskur njósnari rekinn úr landi í Kanada

Maðurinn var handtekinn á flugvellinum að reyna að komast úr landi.
Maðurinn var handtekinn á flugvellinum að reyna að komast úr landi. MYND/AP

Yfirvöld í Kanada ráku í dag úr landi mann sem grunaður er um að hafa verið rússneskur njósnari. Maðurinn á að hafa notað falsað fæðingarvottorð til þess að komast fyrir skilríki, kennitölu og vegabréf. Ráðamenn í Kanada sögðu þetta sýna að hver sá sem virti ekki lög þeirra og ógnaði öryggi samfélagsins væri ekki ekki velkominn í landinu.

Maðurinn var handtekinn í nóvember þegar hann var að reyna að komast úr landi og neitaði í fyrstu öllum ásökunum. Síðar meir barðist hann þó ekki gegn þeim og sagði lögfræðingum sínum að hann vildi bara heim til Rússlands.

Flest sönnunargögn í málinu eru innsigluð vegna þess hversu viðkvæm þau eru en ljóst þykir að hann hafi í tíu ár siglt undir fölsku flaggi og á meðan unnið fyrir leyniþjónustu Rússlands. Kanadísk gögn sýna líka fram á að þeir stundi þetta, nefnilega að senda njósnara undir fölsku flaggi til þess að búa og njósna í öðrum löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×