Erlent

Rússar nafngreina mann grunaðan um að eitra fyrir Litvinenko

Alexander Litvinenko, fyrrum njósnari KGB sem var eitrað fyrir í nóvemeber síðastliðnum.
Alexander Litvinenko, fyrrum njósnari KGB sem var eitrað fyrir í nóvemeber síðastliðnum. MYND/AP

Aðalsaksóknari Rússlands sagði í dag að Leonid Nevzlin, fyrrum framkvæmdastjóri rússneska olíufyrirtækisins YUKOS, gæti hafa fyrirskipað morðið á Alexander Litvinenko. Nevzlin var einn af hæst settu mönnum YUKOS en eigandi þess, Mikhail Khodorkovsky, situr nú í fangelsi fyrir fjármálamisferli.

Nevzlin, sem er nú búsettur í Ísrael, sagði að þessar ákærur rússneskra yfirvalda væru uppspuni frá rótum en hann er á lista rússneskra stjórnvalda yfir hættulega alþjóðlega glæpamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×