Erlent

Saddam kveður þjóð sína

Saddam Hússein, fyrrum einvaldur í Írak.
Saddam Hússein, fyrrum einvaldur í Írak. MYND/AP

Saddam Hússein sendi frá sér kveðjubréf til írösku þjóðarinnar nú í kvöld. Í því biður hann þjóðina um að hata ekki bandaríska innrásarherinn og þá sem tengjast honum.

Lögfræðingur Saddams staðfesti að bréfið væri ósvikið og sagði hann hafa skrifað það fimmta nóvember síðastliðinn, daginn sem hann var fundinn sekur fyrir að hafa fyrirskipað morð á hundruð manna í Dujail.

Í bréfinu sagði jafnframt „Ég skora á ykkur að hata ekki því hatur útilokar sanngirni, gerir þig blindan og lokar á marga möguleika." Saddam hélt áfram og fordæmdi réttarhöldin yfir sér. „Kæra trygga fólk, Ég kveð ykkur nú en ég mun verða hjá miskunsömum Guði sem hjálpar þeim sem leita til hans og sem bregst aldrei sönnum fylgismanni sínum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×