Erlent

Bandaríkjamenn vilja friða ísbirni

MYND/AP

Stjórn George W. Bush hefur lagt til að ísbirnir verði settir á lista yfir þær dýrategundir sem eru í hvað mestri útrýmingarhættu. Fjöldi þeirra hefur stöðugt minnkað undanfarin ár og gróðurhúsaáhrifin hafa valdið hlýnun sem hefur áhrif á heimkynni þeirra og hreinlega bræðir þau.

Umhverfishópar hafa í mörg ár barist fyrir því að vernda ísbirni og virðist þeim loks hafa orðið að ósk sinni. Ef þessi ákvörðun gengur í gegn þýðir það að allir embættismenn verða að íhuga áhrif ákvarðanna sinna á ísbirni og heimkynni þeirra.

Það gæti þýtt að stjórnin þyrfti að stórauka baráttu sína gegn gróðurhúsaáhrifum en Bush er ekki mikill stuðningsmaður umhverfisverndarsáttmála, svo sem Kyoto-sáttmálans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×