Erlent

Bretar borga bandamönnum lánið

Svona var umhorfs í Lundúnum eftir loftárásir Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni.
Svona var umhorfs í Lundúnum eftir loftárásir Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. MYND/Vísir

Bretar skýrðu frá því í dag að næstkomandi föstudag myndu þeir klára að borga þau lán sem þeir hefðu tekið við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Lánin fengu þeir frá Bandaríkjunum og Kanada á aðeins tvö prósent vöxtum en heildarupphæðin sem Bretar hafa borgað til baka nemur alls 9.5 milljörðum dollara, eða um 678 milljörðum íslenskra króna.

Lánin nýttu Bretar til enduruppbyggingu landsins því það var komið á vonarvöl eftir sex ára stríðsrekstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×