Innlent

Stórfundur um Byrgið í félagsmálaráðuneytinu

Fulltrúar frá Félagsmálaráðuneytinu, Reykjavíkurborg, Lögreglustjóranum í Reykjavík, Landlækni og Fasteignum ríkissjóðs funduðu í dag um málefni meðferðarheimilisins Byrgisins að Efri-Brú í Grímsnesi. Það var Félagsmálaráðuneytið sem kallaði til fundarins sem lið í upplýsingaöflun sinni um starfsemi Byrgisins og aðstæður skjólstæðinga þess. Í tilkynningu frá ráðuneytinu nú rétt fyrir fréttir kemur fram að Ríkisendurskoðandi skili niðurstöðum um skoðun sína á opinberu fé í rekstri Byrgisins í annarri viku janúar á nýju ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×