Erlent

Bush segir samráð ganga vel

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna.
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna. MYND/AP

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri á góðri leið með að undirbúa nýja stefnu fyrir Írak. Bush, sem ætlar sér að kynna hina nýju stefnu í næsta mánuði, hitti í dag Condoleezzu Rice, Dick Cheney, Robert Gates og fleiri háttsetta aðila innan stjórnarinnar til þess að ræða málefni Íraks og hugsanlegar breytingar sem hægt væri að gera á stefnu Bandaríkjanna þar.

Bush sagði árangur í Írak vera gríðarlega mikilvægan fyrir öryggi Bandaríkjamanna en að hann væri jafnframt að hugsa um öryggi og vellíðan hersveita landsins. Talið er líklegt að Bush eigi eftir að fjölga í herliði Bandaríkjanna um stutta stund og reyna þannig auka stöðugleika og öryggi í Írak.

Bush mun þó ekki hefja samræður við Íran og Sýrland eins og höfundar sjálfstæðrar skýrslu um málefni Íraks lagði til og líklegt þykir að hann muni lítið fara eftir öðrum ráðleggingum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×