Erlent

Bandaríkin vilja þrýsta á stjórnvöld í Myanmar

MYND/Reuters

Bandarísk yfirvöld hafa heitið því að leggja aukinn kraft í að koma á framfæri tillögu innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem mundi setja þrýsting á herstjórnina í Myanmar um að taka upp lýðræðislegri stjórnarhætti og bæta ástand í mannréttindamálum þar í landi.

Bandaríkin hafa oft reynt að koma fram tillögu þess efnis en hafa ekki enn lagt fram skýr drög að henni en Rússar hafa neitað að taka málið upp þar sem öryggisráðið hafi ekki heimild til þess að álykta um mál nema að af þeim stafi skýr alþjóðleg hætta.

Herinn hefur verið við völd í Myanmar, áður Burma, undanfarin 44 ár og hefur haldið Aung San Suu Kyi í stofufangelsi síðan 1992 en hún fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttu sína fyrir lýðræði í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×