Persónuleg vandamál hrjá Singh 29. desember 2006 20:15 Vihay Singh hefur mátt muna sinn fífil fegri. MYND/Getty Ekki er langt síðan kylfingurinn Vijay Singh var fyrir ofan Tiger Woods á heimslistanum í golfi eftir að hafa unnið 17 mót á árunum 2003-2005. Á síðustu misserum hefur Singh horfið af sjónarsviðinu, vegna þess sem hann sjálfur kallar "persónuleg vandamál." Singh sigraði aðeins á einu móti á þessu ári og er sem stendur í 7. sæti heimslistans. Í samtali við heimasíðu GolfWeek segir kylfingurinn að ástæðan fyrir slöku gengi sínu séu vandamál í sínu persónulega lífi. "Það hafa verið atvik sem eiga ekkert skylt við golfið sem hafa haft mikil áhrif á minn leik. Í þessari íþrótt verður maður að vera 100% einbeittur að því sem maður er að gera - alltaf. Ég hef einfaldlega ekki getað það vegna þess sem hefur verið að gerast í mínu lífi," segir Singh. "Þegar einbeitingin er ekki algjör þá reynir golfið miklu meira á líkamann. Og þá verða til meiðslin, sem ég hef fengið að kynnast upp á síðkstið. Hnén og mjaðmirnar hafa verið sérstaklega slæmar við mig." Hinn 43 ára gamli Singh segist þó allur vera að koma til. "Mér líður betur og ég er að leysa úr mínum vandamálum utan golfsins. Ég vonast til þess að árið 2007 verði mér gæfuríkt." Golf Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ekki er langt síðan kylfingurinn Vijay Singh var fyrir ofan Tiger Woods á heimslistanum í golfi eftir að hafa unnið 17 mót á árunum 2003-2005. Á síðustu misserum hefur Singh horfið af sjónarsviðinu, vegna þess sem hann sjálfur kallar "persónuleg vandamál." Singh sigraði aðeins á einu móti á þessu ári og er sem stendur í 7. sæti heimslistans. Í samtali við heimasíðu GolfWeek segir kylfingurinn að ástæðan fyrir slöku gengi sínu séu vandamál í sínu persónulega lífi. "Það hafa verið atvik sem eiga ekkert skylt við golfið sem hafa haft mikil áhrif á minn leik. Í þessari íþrótt verður maður að vera 100% einbeittur að því sem maður er að gera - alltaf. Ég hef einfaldlega ekki getað það vegna þess sem hefur verið að gerast í mínu lífi," segir Singh. "Þegar einbeitingin er ekki algjör þá reynir golfið miklu meira á líkamann. Og þá verða til meiðslin, sem ég hef fengið að kynnast upp á síðkstið. Hnén og mjaðmirnar hafa verið sérstaklega slæmar við mig." Hinn 43 ára gamli Singh segist þó allur vera að koma til. "Mér líður betur og ég er að leysa úr mínum vandamálum utan golfsins. Ég vonast til þess að árið 2007 verði mér gæfuríkt."
Golf Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira