Innlent

Forseti Íslands veitir viðurkenningu Alþjóðahússins

Ólafur Ragnar Grímsson afhendir hér viðurkenninguna.
Ólafur Ragnar Grímsson afhendir hér viðurkenninguna. MYND/Rósa

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti Séra Miyako Þórðarsyni, Önnu Guðrúnu Júlíusdóttur og Morgunblaðinu viðurkenningu Alþjóðahúss ,,Vel að verki staðið" fyrir lofsverða frammistöðu í málefnum innflytjenda á Íslandi við athöfn í Alþjóðahúsinu í dag.

Viðurkenningin þjónar þeim tilgangi að vekja athygli á jákvæðu starfi sem unnið er hér á landi í málefnum innflytjenda. Séra Miyako Þórðarson hefur unnið brautryðjendastarf í þágu heyrnarlausra með stofnun safnaðar heyrnarlausra innan Þjóðkirkjunnar.

Morgunblaðið fær viðurkenningu fyrir vandaðar og uppbyggilegar greinar um málefni innflytjenda og Anna Guðrún Júlíusdóttir fær viðurkenningu fyrir uppsetningu og vinnu við Fjölmenningarvef barna.

Áhugasömum er bent á vefsíðu Alþjóðahússins en hana má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×