Innlent

Myndavélar ná ekki brennuvörgum

Á annan tug eftirlitsmyndavéla eru á hafnarsvæðinu í Vestmannaeyjum. Það er þó útilokað að þær hefðu getað náð myndum af brennuvarginum, eða vörgunum í Eyjum þar sem linsum vélanna er öllum beint á haf út.

Eins og fram kom í fréttum okkar í gær hafa ellefu íkveikjur verið á hafnarsvæðinu í Eyjum á umliðnum sex árum, næstum tvær á ári. Þetta er allt frá íkveikju í geymslugámi í stórbruna með verulegu eignatjóni. Allar þessar íkveikjur eru óupplýstar. Það vekur nokkra athygli í ljósi allra þeirra eftirlitgsmyndavéla sem eru á hafnarsvæðinu.

Fréttaritara Stöðvar 2 í Vestmannaeyjum tókst að telja að minnsta kosti ellefu við höfnina - flestar beina þær linsum á haf út. Að sögn Ólafs Kristinssonar, hafnarstjóra í Eyjum er þetta eftirlitskerfi hluti af því að fá vottun á höfnina í samræmi við EES skilmála. Þær eiga að beinast fyrst og fremst að sjóhlið bryggnanna. 'Olafur telur ólíklegt að þetta eftirlitskerfi hefði getað náð myndum af brennuvörgunum, bæði vegna þess hversu takmarkað og sérhæft það er ogvegna þess að uppsetningu og vottun þess er enn ekki lokið.



En forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem eru með rekstur við höfnina hafa hug á því að koma sér upp eigin efitrlitsmyndakerfi. Tvö fyrirtækjanna, Ísfélagið og Vinnslustöðin, hafa þegar komið sér upp myndavélum en þær ná aðeins til hluta athafnasvæðisins, enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×