Erlent

Skúringar minnka líkur á brjóstakrabbameini

Karlmaðurinn á myndinni er sennilega meðvitaður um áhrif þrifa á brjóstakrabbamein og hefur því ákveðið að leyfa stúlkunum að njóta þrifanna.
Karlmaðurinn á myndinni er sennilega meðvitaður um áhrif þrifa á brjóstakrabbamein og hefur því ákveðið að leyfa stúlkunum að njóta þrifanna. MYND/Getty Images

Konur sem stunda líkamlega æfingu með því móti að þrífa heima hjá minnka líkurnar á því að fá brjóstakrabbamein en þetta kom fram í nýrri rannsókn sem nýlega kom út. Alls voru fleiri en 200.000 konur í níu löndum í Evrópu rannsakaðar og í ljós kom að mikið betra var að þrífa húsið hátt og lágt heldur en að iðka íþróttir.

Konurnar í rannsókninni eyddu að meðaltali um 16-17 klukkustundum á viku í að þrífa, elda og þvo föt. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja það lengi hafa verið vitað að líkamlegt erfiði minnkar líkurnar á að konur fái brjóstakrabbamein en hversu mikið og hvers konar hefur hingað til verið á huldu.

Hingað til hafa rannsóknir á þessu sviði einblínt á konur sem eru búnar að ganga í gegnum tíðahvörf en í þessari rannsókn voru bæði konur sem áttu þau eftir og þær sem höfðu gengið í gegnum þau teknar með og í ljós kom að aðeins þrif í heimahúsi höfðu þessi áhrif. Líkurnar á því að fá brjóstakrabbamein minnkuðu um 30% hjá konum fyrir tíðarhvörf og 20% hjá þeim sem höfðu gengið í gegnum þau.

Frá þessu er skýrt á fréttavef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×