Erlent

Allt tilbúið fyrir aftöku

Saddam Hússein.
Saddam Hússein. MYND/AP

Búist er við því að Saddam Hússein verði tekinn af lífi í kvöld eða við sólarupprás í fyrramálið en þetta sagði íraski dómarinn Moneer Haddad, sem verður viðstaddur aftökuna. Þeir sem hafa heimild til þess að fylgjast með aftökunni hefur þegar verið safnað saman svo líklegra er að hann muni ganga að gálganum á næstu klukkutímum.

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hefur þegar undirritað öll dómsskjöl og er því allt tilbúið. Bandaríkjamenn segja þó að Saddam sé enn í haldi þeirra þrátt fyrir frásagnir um að búið sé að afhenda hann íröskum yfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×