Erlent

Rúanda krefst framsals á fjórum frá Bretlandi

Mynd af plakati þar sem auglýst er eftir þeim sem tóku þátt í þjóðarmorðunum í Rúanda
Mynd af plakati þar sem auglýst er eftir þeim sem tóku þátt í þjóðarmorðunum í Rúanda MYND/Hilmar

Fjórir menn búsettir í Lundúnum hafa verið dregnir fyrir rétt til þess að ákveða hvort að eigi að framselja þá til Rúanda þar sem lýst er eftir þeim út af ákærum vegna þjóðarmorðsins árið 1994. Mennirnir, sem eru allir á fimmtugsaldri, voru handteknir á heimilum sínum í Bretlandi seint í gærkvöldi. Allir fjórir neita þeir þó ákærunum.

Rúanda hefur staðið í málaflutningi vegna þjóðarmorðsins undanfarin 10 ár en alþjóðlegur dómstóll er einnig til staðar í málinu til þess að höfða mál gegn hæst settu mönnunum sem tóku þátt í verknaðinum.

Franskur dómari birti nýlega framsal á hendur forseta Rúanda, Paul Kagame, fyrir að hafa átt þátt í því að skjóta niður flugvél sem forseti landsins var í en sá atburður er talinn hafa markað upphafið að þjóðarmorðunum. Kigali hefur hins vegar sagt ásakanirnar fáránlegar og slitið öllu stjórnmálasambandi við Frakkland vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×