Erlent

Hvít-Rússar neita að gefast upp

Leiðslurnar sem deilt er um.
Leiðslurnar sem deilt er um. MYND/AP

Forseti Hvíta-Rússlands, Alexander Lukashenko, sagði í dag að hann myndi ekki líða fjárkúgun Rússa í því sem farið er að kalla Gas-stríðin. Lukashenko sagði „Hvíta-Rússland mun ekki verða við fjárkúgunum Gazprom. Ef þeir halda áfram að beita okkur þrýstingi munum við fara í skotgrafirnar en við munum ekki gefast upp."

Evrópusambandið og Þýskaland hafa hvatt Rússa og Hvít-Rússa til þess að ná samkomulagi og á tímabili leit út fyrir að samkomulag gæti náðst. En kröfur Gazprom um að Hvít-Rússar láti af hendi dreifikerfi sitt koma í veg fyrir að samkomulagið náist.

Nú hóta Rússar að skrúfa fyrir allt gas til Hvíta-Rússlands og Hvít-Rússar segja á móti að þeir muni stöðva flutning gass frá Gazprom um sínar leiðslur en þær flytja gas til Þýskalands og Póllands, sem eru stórir viðskiptavinir Gazprom.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×