Enski boltinn

Enskukennarar hjá félögum í Englandi

Kevin Nolan skrifar skemmtilega pistla á BBC.
Kevin Nolan skrifar skemmtilega pistla á BBC. MYND/Getty

Mörg félög í ensku úrvalsdeildinni hafa enskukennara í vinnu sem hjálpa erlendum leikmönnum liðanna að ná tökum á tungumálinu í Englandi og hvað mikilvægustu orðin í fótboltanum þýða. Þetta segir Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, í pistli á heimasíðu BBC.

Nolan skrifar reglulega pistla fyrir BBC og eru þeir oft á tíðum mjög áhugaverðir og fróðlegir til lestrar. Í síðasta pistli sínum segir Nolan frá því að Bolton sé með enskukennara sem hjálpi fjölmörgum erlendum leikmönnum liðsins. “Það er mikilvægt að allir leikmenn skilji taktískar skipanir þjálfarans. Þessir kennarar sjá til þess að erlendu leikmennirnir geri það,” segir Nolan.

Hægt er að skoða pistil Nolan hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×