Innlent

Dauðarefsing andstæð íslenskri stefnu

MYND/Vísir

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að Saddam Hussein hafi svo sannarlega átt skilið refsingu en dauðarefsing sé þó andstæð stefnu íslenskra stjórnvalda. Íslandsdeild Amnesty International fordæmir þessa aftöku og segir einnig að réttarhöldin yfir Saddam hafi verið meingölluð.

Það er engin fögnuður yfir aftökunni hjá Íslenskum stjórnvöldum. Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra benti á í samtali við Stöð 2 að stjórnvöld hér væru andsnúin dauðarefsingum og að íslendingar ættu aðild að alþjóðasamningum gegn þeim. Þessi aftaka er því ekki í samræmi við okkar pólitík, segir Valgerður en bætir við að þetta sé byggt á niðurstöðu lögmæts dómstóls í írak. Valgerður segir að Saddam hafi þó svo sannarlega átt refsingu skilið.

Íslandsdeild Amnesty International fordæmir aftökuna á Saddam Hussein




Fleiri fréttir

Sjá meira


×