Erlent

Gas-stríðinu nánast lokið

Þessar leiðslur voru lengi þrætuepli í viðræðunum en nú hefur náðst sátt um skiptingu  þeirra.
Þessar leiðslur voru lengi þrætuepli í viðræðunum en nú hefur náðst sátt um skiptingu þeirra. MYND/AP

Hvíta-Rússland hefur samþykkt að greiða mun hærra verð fyrir gas frá olíu- og gasrisanum Gazprom, sem er í eigu rússneska ríkisins, en það gerði áður eða um 100 dollara fyrir þúsund rúmmetra í stað 46 áður.

Rússar vilja þó ekki staðfesta að samkomulag hafi náðst og eru að reyna að setja þrýsting á Hvít-Rússa um að skrifa jafnframt undir samninga fyrir 2008-2011 en samningur sem nú er deilt um gildir aðeins út árið 2007. Samkomulag hefur hins vegar náðst um skiptingu á dreifikerfi Hvíta-Rússlands. Líklegt þykir því að Hvít-Rússar, Þjóðverjar og Pólverjar muni geta kynt hús sín þann 1. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×