Innlent

Rúmenía og Búlgaría komin í ESB

Rúmenskur verkamaður kemur fána Evrópusambandsins fyrir við Byltingartorgið í Búkarest.
Rúmenskur verkamaður kemur fána Evrópusambandsins fyrir við Byltingartorgið í Búkarest. AP mynd Vadim Ghirda

Kampavínið flaut í suðaustanverðri Evrópu þegar Rúmenar og Búlgarar fögnuðu í nótt inngöngu landanna tveggja í Evrópusambandið. Þá eru ríki sambandsins orðin 27.

"Nú erum við ekki lengur í löngu biðröðinni á flugstöðunum," sagði María Krasteva, 33 ára bókari í Búlgaríu. "En það skiptir ekki máli," bætti hún við, "því við höfum hvort eð er ekki efni á að ferðast."

"Með þessu er hrun Berlínarmúrsins að verða algjört," sagði Olli Rehn, hinn finnski stækkunarstjóri Evrópusambandsins. Hann var staddur í bænum Sibiu, í transylvaníuhéraði Rúmeníu, en Sibiu er menningarborg Evrópu 2007.

"Í nótt skrifum við mannkynssöguna," sagði forsíðufyrirsögn rúmenska blaðsins Evenimentul Zilei. Forsíðan var öll blá með gulum stjörnum í samræmi við fána ESB.

Stjórnmálaskýrendur segja að ólíklegt sé að fleiri ríki fari inn í Evrópusambandið á næstu árum, enda sé áhugi á frekari stækkun lítill meðal ráðamanna í ríkjum sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×