Viðskipti innlent

Sparisjóður Skagafjarðar selur stofnfé

Sauðárkrókur í vetrarsól. Sparisjóðurinn tapaði þrettán milljónum.
Sauðárkrókur í vetrarsól. Sparisjóðurinn tapaði þrettán milljónum.

Sparisjóður Skagafjarðar, sem áður nefndist Sparisjóður Hólahrepps, tapaði þrettán milljónum króna á síðasta ári samanborið við sex milljóna króna tap árið áður. Eigið fé sparisjóðsins nam um 42 milljónum í árslok og voru heildareignir 652 milljónir.

Um þessar mundir stendur yfir stofnfjárútboð þar sem í boði eru 54 milljónir og hafa núverandi eigendur forkaupsrétt. Stærsti stofnfjáreigandinn er Fiskiðja Sauðárkróks með 26,1 prósents hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×