Innlent

Nærþjónusta til borgarinnar

Samfylkingin í Reykjavík lagði það til á fundi borgarstjórnar í gær að borgarstjóri myndi hefja viðræður um flutning á málefnum aldraðra, fatlaðra og heilsugæslu frá ríki til borgarinnar.

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi segir að almennur vilji sé meðal sveitarstjórnarfólks að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Flutningur á málum aldraðra sé einnig á stefnuskrá félags eldri borgara. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri lagði til að tillögunni yrði vísað til stjórnkerfisnefndar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×