Viðskipti erlent

Olía hækkar í verði

Bensíndælur.
Bensíndælur.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag í kjölfar þess að forseti samtaka olíuútflutningsríkja, OPEC, sagði samtökin vera að íhuga að draga úr olíuframleiðslu til að sporna gegn frekari lækkunum á olíu.

Edmund Daukoru, forseti samtakanna og olíumálaráðherra Nígeríu, sagði í dag að hefði í hyggju að boða til neyðarfundar vegna málsins. Nú þegar hafa stjórnvöld í Venesúela og Nígeríu greint frá því að þau ætli að draga úr olíuframleiðslu sinni til að bregðast við verðlækkunum á olíu.

Verð á hráolíu fór hæst í rúma 78 dali á tunnu um miðjan júlí en hefur lækkað um 20 prósent frá miðjum ágúst.

Verð á hráolíu hækkaði um 1,24 dali á markaði í Bandaríkjunum í dag og fór í 60,65 dali á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu hækkaði um 1,47 dali á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 60,69 dali á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×